Eplasafi í hárið.
Hæ,
þessi dagur hefur bara verið alveg ágætur. Fórum niður í miðbæ í nokkuð góðu veðri og röltum um svæðið. Fengum okkur ís og svo var aðeins kíkt í búðir. Matthías þessi dúlla sofnaði i vagninum út frá lifandi tónlist við eitt torgið í miðbænum. Hann svaf eins og steinn í næstum 2 tíma. Ég gat meira að segja flutt hann yfir í bílstólinn án þess að hann vaknaði.
Í kvöld borðuðum við BAR-B-Q kjúkling eða "barbíröð" kjúkling eins og Alexander kallar þetta. Virkilega góður kjúlli. En sem sagt að titli þessa bloggs. Á meðan við vorum að bíða eftir að blessaður kjúllinn yrði nokkurn veginn salmonellulaus þá fékk Dísa "góða hugmynd" og vildi greiða pabba. Ekkert mál ég var til í það. Hún vildi líka fá að nota vatn og þar sem pabbi var svona tiltölulega afslappaður þá fannst honum það í lagi. Við fórum inn í eldhús og Dísa fékk vatn í glas og fór að greiða mér. Nú fannst Matthíasi þetta vera orðið nokkuð sniðugt og fór einnig að setja vatn í hárið á pabba. Eða það hélt ég. Hann hafði komist í glas með eplasafa og nældi sér í skeið og fór að ausa á hárið á pabba. Honum fannst þetta frábært. Núna er ég með þrælklístrað hár. Nokkuð ljóst að ég þarf að fara í bað á næstunni.
Jæja, núna ætla ég að koma Matthíasi í bólið. Á morgun fara svo börnin aftur til Sólrúnar og verða þar næstu eina og hálfu vikuna eða svo. Ég hins vegar stefni á að kíkja á Helga vin minn í næstu viku og dvelja þar í einhverja daga.
þar til síðar.
Arnar Thor
ps. myndir af íbúðinni á leiðinni
þessi dagur hefur bara verið alveg ágætur. Fórum niður í miðbæ í nokkuð góðu veðri og röltum um svæðið. Fengum okkur ís og svo var aðeins kíkt í búðir. Matthías þessi dúlla sofnaði i vagninum út frá lifandi tónlist við eitt torgið í miðbænum. Hann svaf eins og steinn í næstum 2 tíma. Ég gat meira að segja flutt hann yfir í bílstólinn án þess að hann vaknaði.
Í kvöld borðuðum við BAR-B-Q kjúkling eða "barbíröð" kjúkling eins og Alexander kallar þetta. Virkilega góður kjúlli. En sem sagt að titli þessa bloggs. Á meðan við vorum að bíða eftir að blessaður kjúllinn yrði nokkurn veginn salmonellulaus þá fékk Dísa "góða hugmynd" og vildi greiða pabba. Ekkert mál ég var til í það. Hún vildi líka fá að nota vatn og þar sem pabbi var svona tiltölulega afslappaður þá fannst honum það í lagi. Við fórum inn í eldhús og Dísa fékk vatn í glas og fór að greiða mér. Nú fannst Matthíasi þetta vera orðið nokkuð sniðugt og fór einnig að setja vatn í hárið á pabba. Eða það hélt ég. Hann hafði komist í glas með eplasafa og nældi sér í skeið og fór að ausa á hárið á pabba. Honum fannst þetta frábært. Núna er ég með þrælklístrað hár. Nokkuð ljóst að ég þarf að fara í bað á næstunni.
Jæja, núna ætla ég að koma Matthíasi í bólið. Á morgun fara svo börnin aftur til Sólrúnar og verða þar næstu eina og hálfu vikuna eða svo. Ég hins vegar stefni á að kíkja á Helga vin minn í næstu viku og dvelja þar í einhverja daga.
þar til síðar.
Arnar Thor
ps. myndir af íbúðinni á leiðinni
Ummæli